Betri líðan – Sálfræðiþjónusta

Dr. Hörður Þorgilsson
Suðurlandsbraut 32, 5. hæð
108 Reykjavík
sími 893 4522
netfang hordur@betrilidan.is

Aðgengi

Húsið er við hlið Orkuhúsins og gengið inn á austurhlið er snýr að Orkuhúsinu. Langur og góður hallandi er fyrir hjólastóla og nægjanlega stór lyfta. Að öllu jöfnu eru næg bílastæði fyrir framan húsið eða næsta nágrenni. 

Strætó

Leiðir 2, 15, 17 og 19 Suðurlandsbrautina og eru stoppistöðvar beint fyrir framan húsið.


Greiðslufyrirkomulag

Greiðsla er jafnan  innt af hendi við lok hvers tíma með reiðufé, debet- eða kreditkorti. Einnig er hægt að millifæra í kjölfar tíma. Þegar það á við er reikningur sendur til þriðja aðila sem greiðir reikning eða hluta hans.

Reikningur fyrir veitta þjónustu hverju sinni er sendur í tölvupósti til greiðanda. Reikningurinn kemur úr rafrænu bókhaldi og uppfyllir öll lagaleg ákvæði.

Afboðanir og ónýttur tími. Eftirfarandi eru almenn viðmið ef því verður ekki komið við að mæta. Ef upp koma óviðráðanlegar aðstæður er að sjálfsögðu tekið tillit til þeirra.

  • Ef skjólstæðingur getur ekki mætt í bókaðan tíma skal hann láta vita eins fljótt og unnt er.
  • Ef skjólstæðingur afboðar sig með minna en 1 dags fyrirvara greiðist fullt gjald.
  • Ef skjólstæðingur afboðar sig samdægurs eða mætir ekki greiðist fullt gjald.

Niðurgreiðsla

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna sálfræðimeðferðar. Það er nokkuð misjafnt hversu mikinn þátt þau taka eða hvernig fyrirkomulagið er hjá þeim. Einfaldast er að halda öllum reikningum til haga og hafa samband við stéttarfélagið til að grennslast fyrir um upphæð og fyrirkomulag.

Fyrir þá sem glíma við veikindi og stefna að endurkomu á vinnumarkað er ráðlegt að hafa samband við VIRK endurhæfingarsjóð. Ef þeir telja tilefni til að styðja við einstakling þá er nauðsynleg sálfræðiþjónusta að fullu greidd. 


Ljósmyndir á þessum vef eru úr safni Kristjáns Inga Einarssonar ljósmyndara. Þessar og fleiri myndir hans er að finna á vef hans, kristjaningi.isNotkun myndanna er óheimil nema samkvæmt nánara samkomulagi við Kristján.