Trúnaður

Trúnaður er lykilatriði í  sálfræðimeðferð. Meginreglan er sú að það sem sálfræðingi er trúað fyrir fer ekki lengra. Það eru hins vegar nokkrar undantekningar frá þessu og ef þær eru fyrir hendi ber mér að hafa samband við viðeigandi þriðja aðila. Þessar undantekningar eru þegar það blasir við að skjólstæðingur sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum, vakni grunsemdir um óviðunandi aðstæður barns, eða samkvæmt úrskurði dómara. 

Sálfræðingar starfa í samræmi við lög um sálfræðinga og þeir sem það á við eftir reglugerð um sérfræðileyfi. Þá ber félögum í Sálfræðingafélagi Íslands að starfa eftir samnorrænum siðareglum. Þá gilda um þá ýmis almenn lög s.s. um réttindi sjúklinga, lög um landlækni og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Siðareglur