Svefnvandmál

Góður svefn er góður mælikvarði á góða líðan. Þannig birtist bæði tímabundin og langvarandi vansæld eða vandi oft í trufluðum svefni. Ófullnægjandi svefn hefur svo tilhneigingu til þess að gera aðra vanlíðan verri.

Það skiptir því miklu að taka á svefni og koma honum til betri vegar. Rannsóknir hafa sýnt að sálfræðin hefur margt fram að færa og viðeigandi meðferð skilar jafnvel betri árangri en hefðbundin svefnlyf. Skoðun, endurmat og breyting á t.d. svefnvenjum, viðhorfum og áhyggjum getur breytt mjög miklu og stuðlað að góðum svefni.