Hópmeðferð

Betri líðan - betri sátt

Flestir kannast við að vera óánægðir með sjálfa sig, efast um að vera á réttri leið, finna sig ekki í daglegum viðfangsefnum sínum eða telja sig hafa lagt rangar áherslur í lífinu – með öðrum orðum að líða ekki nógu vel.

Hjá flestum nær þessi líðan því sjaldnast að vera tilefni til formlegrar greiningar og viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir það gefur hún fullt tilefni til þess að hún sé skoðuð og að því spurt hvort ekki sé ástæða til þess að líða betur.

Markmiðið með því sem hér er kynnt er að ná betri líðan. Aðferðina má kalla hópmeðferð. Leitast er við að öðlast betri skilning á okkur sjálfum og fortíð okkar, skoða afstöðu í eigin garð, efla umburðarlyndi, átta okkur á möguleikanum til þess að skapa okkur betra líf og ná sátt við eigin tilveru. Hver tími mun samanstanda af innleggi frá stjórnanda en fyrst og fremst umræðum þátttakenda. Þessi meðferð verður í boði öðru hverju og verður þá kynnt sérstaklega á heimasíðunni.