Áföll

Mjög margir lenda í áföllum og áföllin geta verið af margvíslegum toga. Slys, missir, sambandsslit, misnotkun og  heilsubrestur eru algeng áföll.

Afleiðingar áfalla geta verið margvíslegar. Tímabundin vond líðan er stundum bæði eðlileg og óhjákvæmileg en flestir jafna sig með tímanum. Þegar ekki næst jafnvægi og eðlileg líðan glímir einstaklingur oft við áfallastreituröskun sem einkennist að því að áfallið sækir að með einhverjum hætti, t.d. í draumum, viðkomandi á erfitt með að slaka á, er mikið á varðbergi og á mjög erfitt með að vera í aðstæðum sem svipar til eða minnir á þær aðstæður sem tengjast áfallinu. Í þessum tilvikum og öðrum sambærilegum kemur sálfræðimeðferð að góðu gagni.