Árin eftir sextugt

Arin-eftir-sextugt.jpg

Til þess að halda fullu fjöri og lifa lífinu lifandi þegar árin færast yfir er nauðsynlegt að þekkja og skilja þær breytingar sem óhjákvæmilega fylgja aldrinum.

Þetta er alhliða handbók sem fjallar um árin eftir sextugt frá ýmsum sjónarhornum.

Hún er fyrsta íslenska bókin þar sem leitast er við að veita heildaryfirsýn yfir þetta aldursskeið, bæði vandamálin sem upp geta komið og ýmislegt það sem getur orðið til þess að gera efri árin að bestu árum ævinnar.

Þrjátíu og átta íslenskir höfundar fjalla um þessi ár frá mörgum hliðum. Meðal þeirra eru læknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, næringarfræðingur, lögfræðingur, sjúkraþjálfari, tannlæknar, prestur, rithöfundur, heimspekingur og margir fleiri.

Bókin geymir einnig mikið af hagnýtum upplýsingum um það sem stendur til boða af þjónustu og afþreyingu, til dæmis lista yfir gagnleg heimilisföng. Hún er aðgengileg og lipur aflestrar og jafnframt á traustum fræðilegum grunni.

Ritstjórar bókarinnar eru sálfræðingarnir Hörður Þorgilsson og Jakob Smári.