Einelti

Einelti er eitt af þeim fyrirbærum sem ná að verða mjög fyrirferðamikil í íslenskri umræðu. Að flestu leyti er það réttmætt enda snýst einelti um óæskileg samskipti sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður.

En hvað er einelti? Einelti er neikvæð, endurtekin háttsemi sem á sér stað í tiltekinn tíma og hefur margs konar birtingarform. Það er til þess fallið að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem hún beinist að. Einelti er oft í samhengi vinnuverndar og þar af leiðandi mest til umræðu á vettvangi skóla og vinnustaða. En það snýr þó fyrst og fremst af samskiptum. Undirritaður hefur starfað að þessum málaflokki um margra ára skeið og er viðurkenndur sérfræðingur og þjónustuaðili Vinnueftirlitsins með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti.