Ágreiningsmál

Í flestum hópum geta komið upp ágreiningsmál. Þau geta verið um útdeilingu ákveðinna gæða, ólík markmið eða leiðir, um tengsl milli manna eða skoðanir. Óhætt er að fullyrða að tilfinningahiti er jafnan mikill og átökin eru sýnileg. 

Ágreiningur hefur áhrif á frammistöðu, tekur tíma, gerir ákvarðanir verri, stuðlar að veikindum og hrekur fólk í burtu. Það skiptir miklu að standa rétt að lausn ágreiningsmála og reyna að tryggja að bæði sé horft til þess að halda samskiptum góðum og þess að ná fram góðri efnislegri lausn. Leiðsögn sálfræðings sem þekkir góð og slæm tjáskipti og kann að glíma við tilfinningahita og greina hvaða þarfir búa að baki afstöðu fólks kemur jafnan að góðu gagni.