Samskiptavandi

Að geta átt í góðum samskiptum við aðra kann við fyrstu umhugsun ekki að virðast flókið. Samt sem áður er samskiptavandi eitt af þeim vandmálum sem mjög oft rekur á fjörur sálfræðinga.

Tengslin  geta verið mjög mismunandi s.s. milli foreldis og barns, milli vinnufélaga eða við maka. Þá getur tilefnið líka verið fjölbreytt s.s. óæskileg hegðun, reiði, viðkvæmni, sektarkennd, vonbrigði eða ólík viðmið. Margir kannast við eitthvert afbrigði að samskiptum sem er þeim erfitt. Stundum er slíkt tímabundið en það getur líka verið hluti af lundarfari viðkomandi. Sumir eiga t.d. erfitt með að tjá líðan sína meðan aðrir eru óvenju viðkvæmir, sumir eru einlægir og auðtrúa meðan aðrir eru varkárir og tortryggnir. Það sem við fyrstu sýn virðist ekki flókið er það oft í raun og kallar á góða greiningu og viðeigandi leiðsögn. Sálfræðimeðferð er vel til þess fallin.