Sálfræðibókin

Salfraedibokin.jpg

Sálfræðibókin er aðgengileg handbók handa heimilinu, skrifuð af íslenskum sálfræðingum fyrir Íslendinga.

Hún lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og fjallar um flest það sem lýtur að sálarlífi mannsins og þroska. Þeim sem vilja kynnast nánar starfsemi mannshugans, bæði því sem telst eðlilegt og til frávika, veitir hún margvíslegan fróðleik og upplýsingar, en þó er tilgangur bókarinnar ekki síður að vera hjálpargagn við að skilja og leysa úr ýmsum vandamálum sem upp koma í daglegu lífi og starfi manna frá æsku til elli.

Sálfræðingarnir Hörður Þorgilsson og Jakob Smári ritstýrðu verkinu.

Bókin greinist í 15 meginsvið og greinist hvert þeirra í kafla sem mynda sjálfstæðar heildir.