Heilsubrestur

Enginn gerir ráð fyrir því að veikjast og þar af leiðir að enginn hefur undirbúið sig fyrir það. Veikindi koma því jafnan á óvart og þeim fylgja yfirleitt ærin verkefni.

Dapurleiki og kvíði eru algengar tilfinningar sem geta orðið fyrirferðamiklar og íþyngjandi. Fjölmargar aðrar tilfinningar geta líka orðið erfiðar viðfangs. Þá kallar heilsubrestur oft á heilmikla endurskoðun á fyrri lífsháttum og forgangsröðun, glímu við streitu og flókna aðlögun að breyttum veruleika. Sálfræðimeðferð, hvort sem um er að ræða einstaklingsmeðferð eða námsskeið eins og kynnt er hér annars staðar á síðunni, hefur reynst hjálpa mörgum.