Sorg

Sorg er eðlileg tilfinning í kjölfar missis. Hún er hins vegar oft mjög sár og það er margt sem gerir það að verkum að hún verður of íþyngjandi. Margir sitja uppi með óuppgerð mál, óræddar tilfinningar eða ráða illa við breytta stöðu.

Sorgarferli er oft lýst sem það feli oftast í sér  tilfinningar eins og reiði, doða og depurð sem vinna þurfi úr. Verkefnið er að ná sátt við breytta stöðu, umbreyta missi í minningu. Þetta er ekki auðvelt verkefni og aðstoð fagmanns kemur jafnan að góðu gagni.