Matsgerðir

Sálfræðingar gegna æ mikilvægara hlutverki í mörgum dómsmálum. Það er ekki síst þegar kemur að málum sem snúa að börnum og velferð þeirra.

Um margra ára skeið hefur undirritaður komið að þessum málum, einkum forræðisdeilum og forsjársviptingarmálum. Sálfræðingar eru oft fengnir af dómstólum sem matsmenn í þessum málum og vegur álit þeirra jafnan þungt. Þá eru þeir ennfremur fengnir sem sérfróðir meðdómendur  þegar kemur að því að úrskurða um forræði eða forsjá. Með nýjum barnalögum hefur vægi sáttaumleitana aukist og það er verkefni sem sálfræðingar eru vel fallnir til að sinna.